Helgarsigling á ÓPAL (6-8.mars)

Dagsetning
Date(s) - 06/03/2020 - 08/03/2020

Brottför frá
Vesturbugt


3 dagar, 2 nætur, föstudag (kl 16:00) til sunnudags (um kl 19:00)
Helgarsigling fyrir byrjendur eða lengra komna sem vilja fá reynslu af alvöru seglskipi.

Upplifðu ævintýralega siglingu frá sundunum við Reykjavík út á Faxaflóa og inn Hvalfjörð, eftir því hvernig vindar blása. ÓPAL er stórt og öruggt seglskip sem hægt er að sigla jafnt í léttum sem miklum vindi. Skipið er búið hljóðlausri rafmagnsvél, er stærsta íslenska seglskipið og það eina með þverreiða. Ópal er þrjátíu og þriggja metra löng skonnorta, með tíu segl sem eru samtals yfir fimm hundruð fermetrar.  Nánari upplýsingar um Ópal á vefsíðu Norðursiglingar.

Farið verður í helstu atriði siglinga á hefðbundnum skipum, hnúta og reipi, vendingar og kúvendingar, að stilla segl með tilliti til vindstefnu, íslensk heiti reiðabúnaðar og margt fleira.

Gist verður um borð, við ankeri, og siglt á daginn. Þáttakendur þurfa að koma með mat, sængurföt, mjúk stígvél, ullarsokka til skiptanna, vettlinga, húfu, hlý ullarnærföt og yfirhafnir. Björgunarvesti og annar nauðsynlegur öryggisbúnaður er um borð.

Hámark 10 þátttakendur, lágmark 6.
Þátttakendur fá glósuhefti með viðfangsefnum námskeiðsins.

Mæting er í Vesturbugt (við Sjóminjasafnið).
Námskeiðsgjald: 65.000,-

Ath að ýmis stéttarfélög styrkja félagsmenn sína um hluta námskeiðsgjalda.


Stækka kort

Laus pláss: 3

Skráning

Bookings are closed for this event.